Flotti kórinn okkar hér í ML hefur reynt að halda sér gangandi þrátt fyrir sérstaka covid tíma en söngur getur auðvitað haft mjög jákvæð áhrif á geðheilsuna, sem hefur sjaldan verið jafn mikilvægt.

Við náðum æfingu með fyrsta árinu upp í Skálholtskirkju áður en skólinn þurfti að loka.

Við látum fylgja hér nokkrar myndir af æfingu þar sem sóttvarnarreglum var að sjálfsögðu fylgt eftir, með grímum og handþvotti.

Við vonumst svo sannarlega til að ná æfingu með eldri bekkjum fyrir jólafrí en þangað til hvetjum við alla að syngja eins oft og tækifæri gefst ! 🙂

Hér eru nokkrar myndir!

Kær kveðja Karen Dögg