Kórinn okkar er svo sannarlega að reyna að gera það besta úr aðstæðum. Hann æfir af fullum krafti og hefur verið skipt í fjóra hópa þar sem eru mismunandi áherslur (tveir klassískir hópar, einn popphópur og svo einn millihópur).

Nýlega vorum við með smá hópeflisfjör, þar sem þau fengu tækifæri til þess að kynnast betur og taka af sér grímuna í leikjum og ratleik úti. Það var samt auðvitað allt hólfaskipt og sótthreinsað. Við þurftum aldeilis á þeirri gleði að halda og leyfum ykkur að njóta með okkur með nokkrum myndum, hérna.

Við stefnum svo á ferð með kórmeðlimum sem eru á þriðja ári þar sem þau missa af utanlandsferðinni okkar sem við þurfum að fresta um ár. Það verður aldeilis skemmtilegt.

Kær kveðja

Karen Dögg, verkefnastýra kórs ML.