Merkilegt skólaár sem markast hefur af Covid-19 og tilheyrandi sóttvarnarráðstöfunum er nú langt á veg komið. Haustið 2020 komu til náms nýnemar sem ekki náðist

að skíra upp úr Laugarvatni eins og hefð er fyrir við Menntaskólann að Laugarvatni. Úrræðagóður þriðji bekkur greip því til þess ráðs að skipta nýnemum upp

í sóttvarnarhólf til þess að standast fjöldatakmarkanir og blésu til skírnar. Athöfnin tókst afar vel og dagskráin hófst með hefðbundinni gleðigöngu þar sem

eldri nemendur klæða sig upp í litríkan klæðnað og kæta nýnemana og hvetja til dáða.

Að lokum gengu nýnemar svo út í vatnið og yfir höfuð þeirra var ausið vatni úr gömlu skólabjöllunni og teljast þau nú öll fullgildir ML-ingar.

Eins var afleysingaskólameistari vetrarins og núverandi aðstoðarskólameistari skírð í leiðinni og hlaut þá sína fullgildingu.

ML-ingar allir fagna því mjög að tækifæri gafst til þess að vígja fyrstu bekkingana, enda ekki seinna vænna, og veðrið var lygnt og fagurt.

Skólaljósmyndarinn okkar hann Ívar Sæland fylgdi hópunum eftir og tók fjölda mynda sem skoða má hér.

Gleðilegar sumarkveðjur frá Laugarvatni.