Í vikunni hitti Árni Bragason, landgræðslustjóri, fulltrúa frá báðum skólunum í Bjarnalundi á Laugarvatni. Tilefnið var að veita okkur viðurkenningu fyrir vel unnin störf í landgræðslu á Langamel. Skólarnir fengu sitt Landgræðslueggið hvor, nemendur skólanna stilltu sér penlega upp fyrir myndatöku og nokkrir fóru í viðtal. Við erum afskaplega stolt af verkefninu okkar og þessum duglegu nemendum sem eiga svona viðurkenningu sannarlega skilið. Í maí höldum við áfram að græða upp melinn og innan nokkurra ára vonum við að við getum efnt til hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á svæðið okkar, því skógur getur ekki heitið „Langimelur“.

Fyrir hönd skólanna þakka ég kærlega fyrir viðurkenninguna.

Heiða Gehringer