Vatnið okkar fallega er óþrjótandi uppspretta útivistarmöguleika, sem nemendur í útivistaráföngum nýta sér gjarnan til náms og leiks. Ísilagt Laugarvatn er frábær leikvöllur og ófrosið er vatnið nýtt til siglinga á hinum ýmsu farkostum.
Á dögunum komust fyrsta árs nemendur loksins í kanóferðina sem samkvæmt skipulagi stóð til að fara í haust er leið. Annar hópur gerði sér glaðan dag og prófaði standbretti og einn hópur gekk meðfram vatninu út í Útey. Vaða þurfti nokkar ár á leiðinni og var fallegt að sjá hjálpsemina og samstarfið sem átti sér stað á leiðinni.
Fallegt veður, gott fólk og dásmlegt umhverfi- við biðjum ekki um meira 🙂🙂 Hér eru myndir sem segja meira en mörg orð.
Hallbera Gunnarsdóttir, útivistarkennari