Þrjátíu og sjö nýstúdentar brautskráðust frá Menntaskólanum að Laugarvatni nýliðinn laugardag, 22. maí.
Bestum heildarárangri nýstúdenta náði Margrét María Ágústsdóttir frá Selfossi en hún var með aðaleinkunnina 9,39 sem er vegið meðaltal allra áfanga sem hún tók við skólann á þriggja ára námsferli sínum. Semi dux nýstúdenta var Kristján Bjarni Rossel Indriðason frá Ysta-Koti í Rangárþingi eystra með aðaleinkunnina 9,29. Hlutu þau, sem og fjöldi annarra nýstúdenta, viðurkenningar kennara og fagstjóra skólans fyrir afburðaárangur í hinum ýmsu greinum. Nýstúdentar sem setið höfðu í stjórn nemendafélagsins Mímis hlutu og viðurkenningu fyrir störf sín.
Ítarlegri frásögn af útskriftinni mun birtast á heimasíðu skólans á næstu dögum.