Fimmtíu og þrír nemendur ML tóku þátt í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem haldin var núna í morgun.

Á síðu íslenska stæðrfræðafélagsins stæ.is segir m.a. um keppnina:

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema var fyrst haldin veturinn 1984-1985 og hefur verið árlegur viðburður síðan þá. Að henni standa Íslenska stærðfræðafélagið og Félag raungreinakennara. Markmið hennar er að auka áhuga framhaldsskólanema á stærðfræði og öðrum greinum sem byggja á stærðfræðilegum grunni.

Keppnin er haldin í tvennu lagi á hverjum vetri. Annars vegar er um að ræða forkeppni sem fer fram í október og er á tveimur stigum; neðra og efra stigi. Lengi vel (meðan framhaldsskólinn var 4 ár að jafnaði) var neðra stig einkum ætlað þeim sem voru á fyrstu tveimur árunum í framhaldsskóla en það efra fyrir þá sem voru á síðari tveimur árunum. Haustið 2017 urðu þær breytingar að neðra stig var ætlað nemendum á fyrsta ári (innritun vor eða haust sama ár) og efra stig öllum öðrum. Þeir sem standa sig vel í forkeppninni er svo boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem fer fram í mars.

Hér má lesa meira um stærðfræðikeppni framhaldsskólanna.

Vera Sólveig stærðfræðikennari