Nemendur í 1. og 2. bekk fengu á dögunum heimsókn frá Sigríði Björgu Ingólfsdóttur, hjúkrunarfræðingi í Heilsugæslunni í Laugarási. Hún leiðbeindi nemendum um hvert þau ættu að leita og ræddi um mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin heilsu. Þá er gott að þekkja 6H heilsunnar;  

                                    – hollusta, hvíld, hreyfing, hreinlæti, hamingja, hugrekki –    

Nemendur í ML hafa aðgang að sérfræðingum eins og hjúkrunarfræðingum, læknum og félagsráðgjafa hjá heilsugæslunni. Þau ættu ekki að hika við að hringja 432 2770 eða 1700 ef þau hafa spurningar eða þurfa aðstoð vegna heilsutengdra mála, hvort sem þau eru af andlegum, líkamlegum eða félagslegum toga. Á vefnum Heilsuveru er hægt að eiga netspjall við hjúkrunarfræðing. Þar er líka að finna margvíslegan fróðleik, hægt að endurnýja lyfseðla, panta tíma hjá lækni og fleira.  

Pálmi húsbóndi og Erla húsfreyja eru alltaf tilbúin til að aka nemendum í Laugarás eða á Selfoss ef þörf krefur.  

Freyja Rós