Nemendur 3F í íslensku hjá Elínu Unu brugðu sér af bæ á köldum mánudagsmorgni og heimsóttu Hús skáldsins að Gljúfrasteini. Andi hússins, sagan, rúmið hans Halldórs, öskubakkinn á stólbríkinni, ritvélin, hatturinn hennar Auðar, listaverkin, litla uppþvottavélin… Allt var það meðtekið fyrir hádegi en gleymist ekki glatt.

Elín Una íslenskukennari