Þetta árið verða árlegir jólatónleikar ML kórsins í boði í beinu streymi.
Miðaverð er 3.000 og fer miðasala fram hér: ML-Kór — vVenue
Hvenær: Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20:00
Við hvetjum ykkur til að missa ekki af þessu einstaka tækifæri. Aðdáendur kórsins
geta notið dagskrárinnar heima í stofu, hvar sem er í heiminum.
Miðahafar geta svo horft á tónleikana hvenær sem er frá fimmtudeginum 25. nóvember þegar
bein útsending hefst kl. 20:00 og til kl. 22:00 á sunnudaginn, 28. nóvember.
Jólatónleikarnir eru mikilvægur þáttur í fjáröflun kórsins og allur stuðningur hjartanlega vel þeginn.
Leiðbeiningar við kaup á miða inná ML-Kór — vVenue
- Smelltu á myndina eða “Kaupa aðgang”
- Nýskráðu eða innskráðu þig
- Greiddu fyrir aðganginn með greiðslugáttinni
- Komdu aftur á þessa síðu þegar tónleikarnir hefjast til þess að horfa!
- Þú getur þurft að smella aftur á myndina og innskrá þig þegar þú kemur aftur síðar, t.d. ef þú ert í öðru tæki en keypt var í gegnum.
Jóna Katrín aðstoðarskólameistari