Við brautskráningu frá ML laugardaginn 29. maí s.l. bárust bókasafni skólans ágætar gjafir.

En þær eru: Peningagjöf kr. 120.000 frá 45 ára útskriftarnemendum og  frá 50 ára útskriftarnemendum fékk safnið að gjöf bækurnar Sagan : leiðsögn í máli og myndum og Ísland í aldanna rás : 1700-1799.

Þessar gjafir munu án efa nýtast safninu afar vel og eru gefendum færðar hugheilar þakkir.

Bókaverðlaun barnanna

Eins og verið hefur s.l. vor, voru tveir heppnir lestrarhestar  dregnir út úr hópi nemenda í grunnskólanum.

En dregið er úr nöfnum þátttakenda , sem tóku þátt í að velja Barnabók ársins 2009  (Bókaverðlaun barnanna 2009) þar sem börn upp að 12 ára aldri (1.-6. bekkur) mega taka þátt.

Í ár voru það þau Vilborg Hrund Jónsdóttir í 5. bekk og Andrés Pálmason í 4. bekk sem duttu í lukkupottinn og fengu að launum hvort sína bók.

Mig langar að þakka öllum krökkunum í grunnskólanum fyrir skemmtilega samveru á fimmtudagsmorgnum í vetur og hvet þau til að vera dugleg að lesa í sumar 🙂

Útlánaaukning

Þegar útlánatölur safnsins voru teknar saman eftir skólaárið kom í ljós sú ánægjulega staðreynd að útlán hefðu enn aukist og eru nú komin yfir 2000 eintaka markið – heildarútlán bókasafns ML voru  s.s. 2011 skólaárið 2009-2010.

Kannski þykir þetta ekki mikið á stærri söfnum, en þegar mið er tekið af nemendafjölda ca. 150 og íbúum í dalnum líka ca. 150, er lán á hvert einasta mannsbarn heilar 7 bækur 🙂 og það má nú bara teljast mjög gott !!

 

Að lokum

Ég fékk afar ánægjulega heimsókn á bókasafnið í dag, þegar leikskólakrakkarnir, ásamt kennurum sínum, komu í skilaferð og færðu mér þennan líka flotta blómvönd – einn þann fallegasta sem ég hef fengið.

Blágresi, hrafnaklukka og sóleyjar, lesnar af barnshöndum – hvað lýsir íslenska vorinu betur!

Kærar þakkir fyrir blómin krakkar og takk fyrir veturinn!

 

Valgerður Sævarsdóttir – forstöðumaður bókasafns ML