Á útskrift skólans þann 29. maí s.l. bárust skólanum og nemendafélaginu Mími margar gjafir frá afmælisárgöngum skólans, júbilöntum hans vorið 2010.  5 ára stúdentar gáfu nemendafélaginu Mími peningagjöf til kaupa á stafrænni myndavél, 10 ára gáfu Mími peningagjöf til tækjakaupa vegna uppsetninga leikrita hjá leikhópi nemendafélagsins, 15, 20, 25, 30, 35 og 55 ára stúdentar gáfu peningagjafir til skólans og 45 ára og 50 ára stúdentar gáfu gjafir til bókasafnsins sem tíundaðar eru í annarri frétt á síðu skólans. Síðan gáfu 40 ára stúdentar veglega peningagjöf til skólans til minningar um látin bekkjarsystkin, þau Rúnar Mogensen er lést í apríl s.l., Jón Ágúst Guðmundsson er lést í desember í fyrra, Árna Heimi Jónsson er lést í júlí 2006 og Arnþrúði Guðmundsdóttur en hún lést í janúar 2003.

 

Hugheilar þakkir eru færðar gefendum fyrir ævarandi tryggð og vináttu skólanum til handa.

hph