ForeldraradStofnfundur Foreldrafélags Menntaskólans að Laugarvatni (FML) var haldinn  í Menntaskólanum að Laugarvatni  fimmtudaginn 14/4/2011.  Þar voru samþykkt lög félagsins eftir góða og málefnalega umræðu og kosið til Foreldraráðs (þ.e. stjórnar) í samræmi við þau.  Lög félagsins, niðurstöður kosninga og fundargerð stofnfundar er að finna á heimasíðu ML.

Þeir foreldrar sem mættu á stofnfundinn fengu góðar og uppbyggilegar umræður um lög félagsins og frábæra kynningu á heimasíðu skólans og Innu, þar sem bent var á marga möguleika til notkunar.

 

Pálmi, húsbóndi á heimavist, sagði frá  nýafstaðinni Akureyrarferð á söngvakeppni framhaldsskólanna með um 100 nemendur ML, sem gekk vel. Er ML einn fárra framhaldsskóla sem á vísan gististað á gistiheimili í miðbæ Akureyrar, þökk sé góðri reynslu af nemendum þaðan og góðu utanumhaldi. Var augljóst að foreldrar eru Pálma mjög þakklátir fyrir hans hlut og meta mikils óeigingjarnt starf hans.

Einnig var kynnt forvarnarverkefnið „Bara gras“, sem nýstofnað foreldrafélag hefur forgöngu um að bjóða uppá í ML og grunnskólum í uppsveitum, en þar er farið í gegnum áróðursbrögð sölumanna kannabisefna og sagt frá skaðsemi þeirra.

Við gerum okkur grein fyrir því að í skóla sem þessum, þar sem foreldrar eru dreifðir um stórt svæði, er erfitt fyrir þá foreldra sem búa langt í burtu frá skólanum að mæta á fundi, enda bensín komið í það verð, að menn hugsa sig um tvisvar áður en þeir renna úr hlaði.  En ósk okkar er að foreldrafélagið verði samt virkt í raun, og hvetjum við alla foreldra sem langar til að koma hugmyndum sínum á framfæri að hafa samband við okkur í foreldraráðinu eða við skólann beint, jafnvel þó þeir hafi ekki tök á að mæta á fundi.  Hugmyndin er að halda aðalfund að hausti, stuttu eftir kynningarfund nýnema og þá helst á sunnudagskvöldi, svo þeir foreldrar, sem þurfa að keyra nemendur í skólann, geti notað ferðina til að mæta á fund. VERUM VIRK!

Netföng Foreldraráðs eru: mariamagg@simnet.is; hraunteigur@hraunteigur.is og truda53@gmail.com

Öllum fundarmönnum er þökkuð frábær samvera og góðar umræður.

Fulltrúar í foreldraráði, María, Kristjana og Geirþrúður.