ml60utiÍ dag luku síðustu nemendurnir við haustannarprófin og halda að því búnu  hver til síns heima. Kennarar eru sem óðast að ljúka yfirferð prófa og það má reikna með að niðurstöður liggi fyrir að mestu fyrir komandi helgi.

Eins og alltaf er ríða nemendur misfeitum hestum frá námi sínu.

Við sjáum stórglæsilegan árangur nokkuð margra.

Við sjáum árangur sem verður að teljast vel viðunandi og sem er vitnisburður um að námið er í eðlilegum farvegi.

Við sjáum einnig árangur sem gefur ekki tilefni til bjartsýni um framhaldið nema einhver mikil breyting verði á.

Nú gefst nemendum og fjölskyldum þeirra gott færi á að setjast yfir niðurstöðu haustannarprófanna og gleðjast yfir því sem vel hefur gengið, og ræða saman um það sem betur hefur mátt fara og leita leiða til að vorönninni ljúki með ásættanlegri niðurstöðu.

Kennsla hefst á nýju ári mánudaginn 6. janúar, samkvæmt stundaskrá.

Bestu óskir um gleði og frið á jólum og árangursríkt og gefandi nýtt ár.

-pms