Teitur SævarssonHér fór Dagur íslenskrar tungu ekki framhjá okkur. Kennarar tóku frá tíma til að minna á einhvern þátt tungunnar, í hádeginu stigu nemendur á stokk og lásu ljóð, sungu eða léku á hljóðfæri.  Það fór einnig svo einhverja klæjaði svo í dansfæturna að þeir sýndu áhrifamikinn dans þegar hæst lét.  

Karl Hallgrímsson kom síðan um kvöldið og flutti tónlistardagskrá með sérstakri áherslu á texta laga sinna, en hann er nýbúinn að gefa út geisladisk sem kallast „Draumur um koss“.

pms 

MYNDIR  KH og HPH