njaluferd17. nóvember síðastliðinn fór 2. bekkur í vettvangsferð um sögusvið Njálu en sagan var lesin í áfanganum ÍSL 303. Leiðsögumaður var góðvinur ML og fyrrverandi kennari og aðstoðarskólameistari við skólann, Óskar Ólafsson. Hann fór á kostum enda hópurinn vel lesinn í sögunni og áhugasamur og áður en ferðin var á enda hafði Óskar ekki einungis rakið helstu ættir í Njálu heldur einnig rakið ættir og uppruna hvers og eins nemanda og kennara líka. Einnig flutti hann Gunnarshólma Jónasar þegar keyrt var frá Fljótshlíðinni og niður með Rauðaskriðum og gerði ferðina ógleymanlega fyrir alla.

Pálmi Hilmarsson sat undir stýri að vanda og sá til þess að allt gengi eins og í sögu. Nemendur voru til fyrirmyndar í alla staði og sameinuðust um að gera ferðina vel heppnaða.  Við viljum þakka nemendum 2. bekkjar, Pálma og Óskari fyrir ánægjulega ferð.

Aðalbjörg Bragadóttir og Ingibjörg Jónsdóttir Kolka, kennarar í íslensku.

Myndir í myndasafni