skidi akDagana 12.- 15. janúar er stærsta útivistarferð ársins á dagskrá. Tæplega 50 nemendur njóta þá skíða- og skautaferðar til Akureyrar.
Það verður skautaiðkun í Skauthöllinni á Akureyri fyrir hádegi á föstudeginum, en eftir það skellir fólkið sér í brekkurnar í Hlíðarfjalli og gistir síðan í íþróttahöll KA. Laugardagurinn verður nýttur til skíðaiðkunar og sunnudagurinn til heimferðar.
Með hópnum fara 4 fararstjórar: Ólafur Guðmundsson, Pálmi Hilmarsson, sem er bílstjóri, Smári Stefánsson og Hallbera Gunnarsdóttir.
pms
ljósm. Þorgeir Sigurðsson