Nú er fyrstu kennsluviku eftir páska lokið. Frá og með næsta mánudegi eru 11 kennsludagar eftir af önninni skv. skóladagatalinu og þess utan 10 námsmatsdagar að endurtektardögum meðtöldum. Hvort það verði svo í raun á endanum á eftir að koma í ljós, á þessum óvissutímum getur það vissulega breyst.
Á þessari stundu er ekki hægt að gefa út hvernig námi, kennslu og námsmati verði háttað í maímánuði. Og ekki heldur hvort brautskráning verði þann 23. maí, eins og áætlun hljóðar upp á, eða síðar og þá á hvaða formi hún verður. Það mun allt skýrast fyrir lok aprílmánaðar.
Nemendur geta bókað fjartíma hjá sálfræðingi í Kara Connect með venjubundnum hætti, á heimasíðu skólans https://ml.is/thjonusta/salfraedingur
Eins eru þeir hvattir til að vera áfram í góðu sambandi við kennara sína.
Halldór Páll Halldórsson, skólameistari