Bjöllunni hringt gegn eineltiMargt taka menn sér fyrir hendur til að freista þess að vinna bug á þeirri lífseigu meinsemd sem eineltið er og sem mannskepnan virðist bera með sér á öllum tímum. Ætli sé ekki óhætt að fullyrða, að það sé ekki til sá unglingur eða fullorðni einstaklingur, í það minnsta hér á landi, sem gerir sér ekki grein fyrir þessu böli og vill það burt, en samt er háð stöðug barátta til að vinna bug á því. Hvernig má það vera? Hvað fær fullorðið fólk til að hópast saman til að særa meðborgara sinn eða samstarfsmann? Getur verið að þar sé um að ræða  þörf fyrir að upphefja sjálfan sig, leita viðurkenningar í hópnum, verja lágt sjálfsmat?  Það verður ekki reynt að svara því hér.

Við gerum margt til að vinna bug á einelti og vekja hvert annað til umhugsunar um mikilvægi þess að uppræta það: við tölum um það, skrifum um það, syngjum um það, hugsum um það og ……við hringjum bjöllum til að minna okkur á að hugsa um það og eyða því.

Við hringdum bjöllu í dag í ML.

FLEIRI MYNDIR

-pms