munntobakÍ morgun flutti Hallur Halldórsson, tannlæknir fyrirlestur fyrir nemendur um afleiðingar þess að nota munntóbak. 

Í fyrirlestri Halls kom m.a. fram, að notkun á reyklausu tóbaki hefur aukist mjög hratt hér á landi að undanförnu og áróðri fyrir notkun þess er haldið ótæpilega að ungu fólki. Hann fór yfir helstu afleiðingar þess að nota tóbak af þessu tagi, en þar er bæði um að ræða umtalsvert aukna hættu á krabbameini í munni, svo og skemmdir á tannholdi og slímhúð í munni.

Loks má nefna það, að fíkn í reyklaust tóbak er ívið meiri en sú sem fylgir reyktóbaki, sem þó er alveg nógu erfið viðureignar. Hallur beindi máli sínu ekki síst til þeirra sem ekki eru byrjaðir að nota svona tóbak og hvatti þá sannarlega að láta af öllum pælingum um að prófa.

Hallur kom hingað að frumkvæði Pálma Hilmarssonar, forvarnafulltrúa.

Myndin sem hér fylgir er EKKI af nemendum í ML, en er hluti af fyrirlestri Halls.

-pms

Fleiri myndir frá fyrirlestrinum eru í myndasafni.