Upplýsingakerfi framhaldsskólanna, INNA heldur utan um flest það sem skráð er um nemendur í skólanum. Þarna er að finna stundatöfluna, upplýsingar um skólasókn, einkunnir, miðannarmat, athugasemdir og margt fleira. Foreldrar og forráðamenn ólögráða nemenda hafa sjálfkrafa aðgang að öllum upplýsingum um börn sín, sem þarna er að finna. Þá geta foreldrar eða aðstandendur og lögráða nemendur gert með sér samkomulag um aðgang þeirra fyrrnefndu að INNU með sama hætti og þegar þeir voru ólögráða. Þetta gerist með því að undirrita samningseyðublað sem fæst í skólanum.
Foreldrar og forráðamenn hafa sjálfstæðan aðgang að INNU. Til þess að komast inn í fyrsta skipti er þægilegt að horfa á þetta myndskeið, sem Þorbjörn Rúnarsson, áfangastjóri í Menntaskólanum á Egilsstöðum setti á vefinn. Á myndbandinu er einnig ágætis yfirferð yfir þær upplýsingar sem er að finna á INNU.
Til þess að geta fengið sent lykilorð þarf forráðamaður að vera með skráð netfang í INNU (skráð þegar sótt var um skólavist). Ef svo er ekki þarf hann að hafa samband svo hægt sé að kippa því í lag. Það gerist með því að senda tölvupóst á ml hjá ml.is eða hringja í s. 4861156.
pms