Nú hefur verið boðað til aðalfundar Foreldrafélags ML.
Bréf með fundarboðinu hafa verið send til allra foreldra nemenda við skólann, óháð aldri þeirra (nemendanna).
Fundarboðið er hér:
Aðalfundur
Foreldrafélags Menntaskólans að Laugarvatni
Verður haldinn í matsal skólans sunnudagskvöldið 25. september n.k. kl. 20:30
Dagskrá:
- Skýrsla formanns
- Kynning á starfi heilsueflandi framhaldsskóla, þar sem Menntaskólinn að laugarvatni er þátttakandi í því verkefni.
- Kosningar. – Kjósa þarf einn nýjan inn í stjórn, úr hópi foreldra nýnema.
- Önnur mál.
Mætum vel, foreldrar, og sýnum áhuga í verki.
Foreldraráð