Dagana 19.-21. febrúar var haldið Æskukóramót í Langholtskirkju. Landssamband blandaðra kóra stóð að mótinu og breski söngvarinn og tónskáldið Bob Chilcott kom til landsins af þessu tilefni. Sex íslenskir æskukórar tóku þátt í mótinu, þar á meðal kór ML.
Það var heilmikill undirbúningur fyrir þennan viðburð og gátu kórfélagar valið hvort þeir tækju þátt, en langflestir kusu að vera með. Það voru haldnar samæfingar í Reykjavík 19. og 20. febrúar. Síðan voru tónleikar í Langholtskirkju sunnudaginn 21. febrúar, þar sem hver kór flutti tvö lög og síðan fluttu kórarnir saman tvö verk eftir Bob Chilcott og undir stjórn hans.
Þessari kórasamveru lauk með samsöng í Hörpu, þar sem kóranir flutt fjögur lög.
Þátttakan í þessu verkefni hefur án efa eflt margt ungmennið.
pms