Í haust var ákveðið að bjóða uppá nýjan áfanga í ævintýraferðamennsku. Um er að ræða tveggja eininga áfanga sem nær yfir báðar annir skólaársins. Nú geta því nemendur ML valið að taka fimm útivistaráfanga, alls 10 einingar. Nýi áfanginn er að mestu leiti verklegur og ekki er um eiginlega kennslu í hverri viku að ræða heldur er tíminn mest nýttur á vettvangi í ferðum, allt frá dagsparti upp í tveggja nátta ferð. Fyrsta ferðin var farin sl. föstudag en þá var farið í klettaklifur í Valshamri í Kjósinni. Þar nutum við aðstoðar frá nemum Háskóla Íslands sem hafa verið að læra handbragðið í haust í sérhæfðu klettaklifur námskeiði. Skemmst er frá því að segja að ML-ingarnir stóðu sig frábærlega og klifruðu og sigu niður kletta eins og þeir hefðu aldrei gert neitt annað.
Sjá myndir hér.
Smári Stefánsson, útivistarkennari