gettuAð undanförnu  hefur hver stórfréttin á fætur annarri birst hér á síðunni og það er ekkert nema gott um það að segja. Það hefur hinsvegar haft það í för með sér að mikilvægir þættir í starfinu hafa  orðið lítillega utanveltu.  Þetta á við um ágætan árangur nemenda okkar í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur.

Lið skólans keppti við lið Verslunarskóla Íslands í síðustu viku og lauk þeirri viðureign eftir hetjulega baráttu okkar fólks, með því að Verslunarskólinn sigraði með 19 stigum gegn 12.  Að loknum hraðaspurningum var staðan 14 -11, en bjölluspurningarnar fóru 5 – 1.  Við erum harla ánægð með okkar fólk þrátt fyrir naumt tap þessu sinni.

Lið skólans  skipa þau Bjarni Sævarsson frá Arnarholti, Þjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti og Hrafnkell Sigurðarson frá Selfossi. 

pms