stormur13Síðustu dagar hafa minnt okkur talsvert á samspil manns og náttúru og það er vel við hæfi þar sem Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur s.l. mánudag. Yfir Laugarvatn gekk ógurlegur stormur og það hvein í ufsum og talsvert miklar skemmdir urðu víða um þorpið. Vísir menn sem málið hafa kannað, skjóta á að um 50 tré hafi fallið og jafnvel „þverkubbast“ (laugvetnska) í görðum fólks, fyrir utan tjón að mannvirkjum, en bátaskýli splundraðist og þakplötur losnuðu af þakinu á í það minnsta tveim húsum.

Í tilefni dagsins sóttu okkur síðan tveir góðir gestir heim.

Afmælisbarnið Ómar Ragnarsson brunaði austur og fjallaði um samskipti manns og náttúru í máli og myndum, eins og honum einum er lagið. Í gær, þriðjudag, kom Guðrún Nína Petersen, sem er sérfræðingur í veðurfræðirannsóknum á Veðurstofu Íslands og flutti fyrirlestur um þá starfsemi sem fer fram á vegum stofnunarinnar.

 

-pms

myndir: stormur – heimsóknir