Það var léttur og skemmtilegur andi á tónleikum sem ML-ingar héldu í samvinnu við kór FSu í Selfosskirkju í gær, sunnudag. Áheyrendur fylltu kirkjuna og tjáðu ánægju sýna með afrakstur vetrarstarfs kóranna tveggja. Á tónleikunum frumflutti kór ML stórgott lag eftir Bergstein Sigurðarson, sem er nemandi í þriðja bekk, við texta Halldórs Páls Halldórssonar, skólameistara. Bergsteinn er frá Selfossi, en á ættir að rekja m.a. í Biskupstungur.
pms