korinn mar12Í tilefni af 60 ára stofnafmæli Menntaskólans að Laugarvatni þann 12. apríl s.l. mun Kór Menntaskólans að Laugarvatni halda tónleika í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum þann 23. apríl n.k. klukkan 20:30. Ýmsir góðir gestir koma fram með kórnum en tónleikarnir eru liður í afmælisdagskrá skólans. Tónleikarnir eru öllum opnir og vonast kórfélagar, sem eru  60 talsins, til að sjá sem flesta.

Aðgangseyrir er 2.000 kr. – frítt fyrir12 ára og yngri