broskallarÞrátt fyrir að öldugangurinn í þjóðmálunum sé í meira lagi á þessum degi, siglum við ML-ingar bara lygnan sjó með bros á vör í áttina inn í vorið. 

Eins og áður hefur komið fram, tökum við nú góða törn fram að sumardeginum fyrsta, en hann er 21. apríl. Þá er nokkurra daga leyfi vegna Finnlandsferðar starfsfólks.  Að henni lokinni, þann 27. apríl, göngum við aftur til verka okkar af einurð og ljúkum þessum ágæta vetri með sóma.

Brautskráning og skólaslit verða laugardaginn 28. maí, kl. 12:00 á hádegi.

pms