Arnar Snær tekur við styrknumTuttugu og fjórir afburðanemendur úr framhaldsskólum víðs vegar af landinu tóku nýlega við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi.
 
Í þessum hópi er Arnar Snær Ágústsson, en hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut skólans í vor með miklum glæsibrag og er sannarlega vel að þessum styrk kominn. Hann hyggur á nám í læknisfræði við Háskóla Íslands á komandi hausti.
 
Afreksstyrkurinn er veittur nemendum sem eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi. Hver styrkur nemur 300 þúsund krónum en auk þess verður greitt skráningargjald sem er 60 þúsund krónur.
 
Við erum auðvitað stolt af okkar manni og sendum honum hamingjuóskir.
-pms
 
Á myndinni tekur Arnar Snær við styrknum úr hendi háskólarektors.