Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fór fram þriðjudaginn 8. október síðastliðinn. Þjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti keppti á efra stigi keppninnar og varð í 20.-24. sæti af 136 framhaldsskólanemum. Árangurinn veitir Þjóðbjörgu rétt til þátttöku í lokakeppninni sem fram fer í mars. Þjóðbjörg er nemandi í fjórða bekk náttúrufræðibrautar ML. Óskum við Þjóðbjörgu til hamingju með frábæran árangur enn og aftur.
Sigurjón Mýrdal stærðfræðikennari.