Á dögunum hélt Menntaskólinn að Laugarvatni vinnustofu fyrir starfsfólk skólans þar sem Benna Sörensen frá Ofbeldisvarnarskólanum sá um fræðsluna. Benna fjallaði um áhorfendamiðaða nálgun í ofbeldisforvörnum, sem nú er formlega orðin hluti af stefnu ML í EKKO-forvörnum.
Áhorfendanálgun gengur út á það að í grunninn séu þrjár leiðir til að bregðast við ef við verðum vitni af því að farið sé “yfir línuna”; trufla, deila ábyrgð eða grípa inn í. Áður en brugðist er við þarf að huga að andlegu, líkamlegu og félagslegu öryggi – en leiðirnar þrjár ættu að tryggja að fólk upplifi að það geti alltaf gert eitthvað þegar upp kemur einelti, áreitni eða ofbeldi.
Benna heimsótti einnig 1. bekk í lífsleikni, þar sem hún deildi þessu mikilvægu efni sem stuðlar að öryggi og vellíðan í skólasamfélaginu. Nemendur sem eru núna á öðru ári fengu sömu fræðslu í fyrra.
Foreldrafélagið FOMEL gerði skólanum kleift að fá Bennu á Laugarvatn. Þakkir til þeirra!
Freyja Rós