fyrirl johkrkrJóhannes Kr Kristjánsson kom hingað til að tala við nemendur og aðra gesti sem foreldri, sem hefur upplifað einhverja dýpstu sorg sem maðurinn getur fundið til: að missa barnið sitt. Dóttir hans varð fíkniefnum, ekki síst svokölluðu læknadópi, að bráð og lést af of stórum skammti morfíns þegar hún var 17 ára.

Jóhannes lýsti reynslu sinn sem fréttamaður af umfjöllun um þann kima sem fíkniefnaheimurinn er, og einnig persónulegri reynslu sinni af því að horfa hjálparvana á hvernig dóttir hans sogaðist inn i þessa óhugnanlegu veröld..  Eftir umfjöllun sína svarað Jóhannes spurningum viðstaddra.

 

Fyrirlesturinn var skipulagður af foreldraráði og forvarnafulltrúa í samráði við skólann.

pms

Myndin f.v. Pálmi Hilmarsson, forvarnafulltrúi, Sigríður Björk Gylfadóttir, formaður FOMEL, Aðaleiður Helgadóttir, gjaldkeri FOMEL, Jóhannes Kr Kristjánsson.

fleiri myndir