Það er óhætt að segja að á meðal nemenda í Menntaskólanum að Laugarvatni leynast efnilegir leikarar og leikkonur.

Nemendur eru komnir á fullt með að æfa skólaleikritið en finna þó tíma til þess að taka þátt í Unglist og keppa m.a. í spunakeppninni Leiktu Betur

Það voru sex galvaskir ML-ingar sem gerðu sér ferð til Reykjavíkur laugardaginn þann 19. nóvember og stigu á stokk á Litla Sviðinu í Borgarleikhúsinu þar sem þau hrepptu annað sætið! Glæsilegur árangur það!

Þáttakendur fyrir hönd ML voru:

Þrándur Ingvarsson 1.N.

Ragnar Leó Sigurgeirsson 1.F.

Svava Margrét Sigmarsdóttir 1.F

Óskar Snorri Óskarsson 2.F

Urður Ósk Árnadóttir 1.F (varamaður)

Skírnir Eiríksson 2.N (varamaður)

 

Ásrún Ester enskukennari