Nú erum við komin til starfa á skrifstofunni og undirbúum af krafti spennandi skólaár. Nú hafa 52 nýnemar verið innritaðir í 1. bekk og tveir í þann þriðja. Í skólanum í upphafi haustannar verður 151 nemandi alls. Fram að skólabyrjun verður dagskráin hjá okkur með þessum hætti:
21. ágúst kl. 10 – Kennarafundur
24. ágúst: Kl. 11 – Fundur stjórnenda með stjórn Mímis.
Kl. 14 – Nýnemar koma á staðinn.
Kl. 15 – Fundur starfsmanna skólans með forráðamönnum í matsal skólans.
25. ágúst kl. 8:30 eru fundir með nýnemum um flest það sem lýtur að dvöl í skólanum og eftir hádegið verður hópurinn hristur aðeins saman. Síðdegis fara eldri nemendur að tínast á staðinn.
26. ágúst, kl. 8:15: Skólasetning og í beinu framhaldi hefst kennsla eins og stundaskrá gerir ráð fyrir.
pms