CaptureÞað er, eins og hver maður getur ímyndað sér, markmið skólans að standa sig vel að flestu leyti, að mati þeirra sem hingað sækja sér nám og baklands þeirra.

Árið 2009 var gerð könnun meðal foreldra á ýmsum þáttum í starfsemi skólans og þessi  könnun, að mestu óbreytt, var lögð fyrir í febrúar síðastliðnum.  Þátttakan reyndist vera 65% og niðurstöðurnar verða að teljast sérlega jákvæðar fyrir skólann í flestu og niðurstöðurnar eru umtalsvert betri en 2009, sem er okkur auðvitað ánægjuefni og hvatning.

Nú hefur verið unnin samantekt úr könnuninni og hana er að finna hér.  Það kemur margt áhugavert fram um viðhorf foreldra til ólíkra þátta í starfi skólans þarna kemur námið við sögu, kennslan, umgjörðin, reglurnar, viðmótið, upplýsingagjöf, mötuneytið, heimavistin og svo framvegis.  Þátttakendum var gefinn kostur á að tjá sig um hvað þeir teldu best við skólann og að hvaða leyti hann getur bætt sig.

pms