forsíða úttektarskýrsluÁ síðasta skólaári var gerð úttekt á starfsemi skólans á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Skýrsla um úttektina hefur nú verið birt á vef ráðuneytisins og hún hefur verið tekin til umræðu meðal nemenda og starfsfólks, í skólanefnd og meðal annarra hagsmunaaðila. Nú hefur skýrslan einnig verið birt á vef skólans ásamt viðbrögðum skólans við tillögum og athugasemdum sem fram koma í skýrslunni.

Við drögum enga dul á ánægju okkar með niðurstöðurnar úr þessari úttekt, en okkur finnst þær endurspegla nokkuð vel það sem við töldum okkur vita fyrir. Í skýrslunni eru ýmsar gagnlegar tillögur um úrbætur sem við munum að sjálfsögðu huga vel að, en  ef til vill er mikilvægast fyrir okkur, að fá fram með þessum hætti þann dóm, að í flestu séum við að reka góða skólastofnun, sem sinnir í flestum grundvallaratriðum hlutverki sínu vel. Við munum leggja okkur fram um að svo verði áfram.  

Hér fyrir neðan eru samandregnar helstu niðurstöður höfunda skýrslunnar, en við hvetjum til þess að skýrslan í heild sinni sé lesin (tæpl. 60 bls) svo og viðbrögð okkar við ábendingum og tillögum um úrbætur. 

-pms

Helstu styrkleikar skólans eru góður starfsandi og almennt ánægðir starfsmenn, nemendur og foreldrar, heimavist hans, vel menntaðir kennarar og stærð skólans miðað við núverandi námsskipulag.

Veikleikar eru þeir helstir að hægt hefur gengið að endurskoða skólanámskrá, endurmenntun kennara er ekki nægilega markviss, tæki þarfnast 
endurnýjunar og viðhalds, fjölbreytni námsins takmarkast nokkuð af skipulagi og smæð skólans og kynjahlutfall er ójafnt í stjórn skólans og námsvali nemenda.

Skipurit skólans, starfslýsingar og ábyrgðarskipting stjórnenda liggja fyrir og virðist skipuritið henta vel stærðskólans og verkefnum hans.

Skólanefnd er samráðsaðili skólameistara um ýmis mál en ætti að koma enn frekar aðstefnumótun hans. Skólaráð kemur að ýmsum málum nemenda en mætti fjalla meira um starfsáætlun skólans og stærri ákvarðanir sem skólinn tekur.

Kennarar hafa almennt góðan aðgang að stjórnendum og faglegt frelsi þeirra er mikið. Þeir eru flestir menntaðir á sínu fagsviði og hafa nær allir full
réttindi til kennslu í framhaldsskóla.

Við skólann starfar náms- og starfsráðgjafi og ráðgjöf er vel sinnt.

Ágætlega er staðið að móttöku og þjálfun nýrra kennara með kennarahandbók og stuðningi samstarfsfólks. Hvorki er til formleg sí- og endurmenntunarstefna eða -áætlun en starfsfólk er hvatt til að sækja sér fræðslu.

Starfsfólk segist ánægt með tækifæri til að læra og þróast í starfi en framboð endurmenntunar henti ekki alltaf vegna fjarlægðar frá
skólanum.

Í starfsmannastefnu skólans er gert ráðfyrir reglulegum starfsmannasamtölum en það markmiðhefur ekki náðst aðöllu leyti.

Húsnæði skólans hentar starfi hans að mestu leyti en mætti vera stærra miðað við núverandi starfsemi og nemendafjölda og tækjabúnaður þarfnast endurnýjunar.

Skólasafn virðist uppfylla þarfir skólans vel.

Hagræðingaraðgerðir í kjölfar efnahagshruns hafa að miklu leyti komið niður á eignakaupum en minna á faglegu starfi.

Fjárhagsleg stjórnun  skólans er góð en skólinn var skuldlaus viðríkissjóðáramótin 2012/2013.

Námsframboð er takmarkað þar sem aðeins tvær námsbrautir eru við skólann.

Fjölbreyttar kennsluaðferðir eru notaðar og aukin áhersla á verkefnamiðað nám og símat.

Námsmat skólans er fjölbreytt og ákvarða einstakir kennarar fyrirkomulag þess þar sem
ekki er til stefna um námsmat eða ákveðin árangursviðmið.

Kennsluáætlanir eru ekki samræmdar.

Skólinn hefur ekki sérstaka stefnu um heimanám en fyrirkomulag þess fer eftir einstökum kennurum.

Vel er hugað að nemendum með sérþarfir, stoðþjónusta bætt eftir aðstæðum og þörfum hverju sinni og komið er til móts við þarfir fatlaðra einstaklinga eftir því sem viðá.

Skólinn tekur nú þátt í nokkrum þróunarverkefnum sem sum virðast nú þegar hafa skilaðsér í skólastarfinu. Hann tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli.

Góður starfsandi er innan skólans og samskipti góð.

Starfsánægja og ánægja með stjórnun mælist há og góður aðgangur allra að stjórnendum.

Nemendur hafa haft aðkomu að stjórnun skólans m.a. í skólaráði og skólanefnd og á reglulegum fundum skólameistara með
nemendaráði.

Nemendur, sem rætt var við, sögðust gjarnan vilja hafa meiri aðkomu að ákvörðunum í skólanum.

Skólinn hefur forvarnar- og lýðheilsustefnu og skýrar reglur eru um vímuefni bæði í skóla og á heimavist.

Tekið er á agamálum með kerfisbundnum hætti skv. ákveðnu verklagi.

Fram kom í rýnihópum aðeitthvað virðist vera um tölvufíkn meðal örfárra nemenda.

Skólinn hefur eineltisstefnu og -áætlun og kannar reglulega einelti meðal nemenda.  

Skólinn hefur sett sér jafnréttisstefnu en eingöngu karlar sitja í stjórn skólans og námsval er nokkuð kynjaskipt.

Nemendafélag skólans heldur úti fjölbreyttri starfsemi. Stjórn þess er kosin til eins árs í
senn og fulltrúar þess eru virkir í skólaráði og skólanefnd.

Innra mat skólans uppfyllir að flestu leyti viðmið ráðuneytis.

Sátt virðist ríkja um skólastarfið á meðal foreldra.

Samstarf skólans viðgrunnskóla, aðra framhaldsskóla og háskóla mætti vera meira.

Helstu styrkleikar skólans eru góður starfsandi og almennt ánægðir starfsmenn,
nemendur og foreldrar, heimavist hans, vel menntaðir kennarar og stærðskólans miðað við
núverandi námsskipulag.

Veikleikar eru þeir helstir aðhægt hefur gengið að endurskoða skólanámskrá, endurmenntun kennara er ekki nægilega markviss, tæki þarfnast
endurnýjunar og viðhalds, fjölbreytni námsins takmarkast nokkuð af skipulagi og smæð skólans og kynjahlutfall er ójafnt í stjórn skólans og námsvali nemenda.

Helstu tillögur til úrbóta eru að lokið verði við endurskoðun stefnu og skólanámskrár með aðkomu allra aðila skólasamfélagins og faglegri forystu skólameistara þar sem framtíðarsýn skólans taki m.a. mið af hugsanlegum breytingum í nærsamfélagi hans. Hugað verði aðmarkvissri
endurmenntun starfsfólks, að allir starfsmenn fari í starfsmannasamtöl, leitast verði við að jafna hlut kynja í stjórnun og námsvali, rýna betur í tölur um einelti og kannað verði betur hvort mötuneyti stenst markmiðverkefnisins Heilsueflandi skóli.