Í frönsku 3. bekkAnnarleyfi á vorönn hefst eftir kennslu í dag og kennsla hefst aftur að morgni þriðjudags 17. febrúar samkvæmt stundaskrá. Í morgun og síðan fram eftir degi er allt með venjulegum hætti í skólalífinu, en ekki laust við lítilsháttar spennutitring, sem er  þrunginn af tilhlökkun yfir að komast heim í faðm fjölskyldna í nokkra daga.

Af því sem framundan er, auk námsins, sem allt snýst auðvitað um, má nefna að í næstu viku verður lokað fyrir þráðlaust netsamband í skólahúsnæðinu frá kl. 18. Þennan tíma hyggst nemendafélagið nýta til að efla félagslíf með ýmsum hætti. Þá er  undirbúningur fyrir árshátíð framundan, dagamunur, dollinn og allt það.  Sem sagt, nóg til að hlakka til.

pms 

nokkrar myndir frá því í morgun.