Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur þurfti ekki að kvarta yfir skorti á athygli viðstaddra þegar hann flutti fyrirlestur um eldvirkni á Íslandi, með sérstakri áherslu á eldgosið í Holuhrauni, aðdragandann að því og mögulegt framhald eldvirkni á svæðinu.
Ari Trausti kom hingað að frumkvæði náttúrufræðikennara í tilefni af Degi íslenskrar náttúru.
Auk nemenda og starfsmanna skólans mátti sjá gesti frá grunnskólanum og Háskólanum á Laugarvatni í þéttsetnum matsalnum.
pms