Mánudaginn 8. október héldu nemendur Menntaskólans að Laugarvatni og vaskir starfsmenn af stað í fjallgöngu. Gengið var á Vörðufell, sem er um 390 metra hátt, og stendur austan Hvítár. Gengið var upp skammt frá bænum Iðu. Langflestir gengu upp á topp Vörðufells, en þaðan er víðsýnt til allra átta. Gangan tók um klukkustund og var veður milt og gott. Þessi hefð, að fara í fjallgöngu að hausti, hefur verið hefð við skólann í ríflega 40 ár og að þessu sinni var hún að sjálfsögðu hluti af Lífshlaupinu.
ÁH/GG