IMG 7518smÞað var fullt hús í íþróttahúsinu í gærkvöld þegar söngkeppni skólans, Blítt og létt,  fór fram.

Auk nemenda ML voru viðstaðir á þriðja hundrað grunnskólanemendur sem sóttu skólann heim á kynningardegi hans og fjöldi annarra. Á dagskrá voru 15 keppnisatriði með ýmiskonar tónlist og flest atriðin voru stórskemmtileg og vel útfærð.

Starf dómnefndar reyndist harla erfitt, en niðurstaða náðist auðvitað að lokum. Þegar upp var staðið varð röð efstu þriggja atriðanna þessi:

Í fyrsta sæti lentu þeir Elías Hlynur Hauksson og Aron Ýmir Antonsson ásamt Viðari Janusi Helgasyni, en þeir fluttu „No diggity“ (Blackstreet).

Í öðru sæti urðu  Aron Ýmir Antonsson og Viðar Janus Helgason, en þeir fluttu „Layla“ (Eric Clapton).

Enn kom Aron Ýmir við sögu flutnings lagsins sem lenti í þriðja sæti, en það flutti hann ásamt Margréti Björgu Hallgrímsdóttur. Þau fluttu „You and I“ (Ingrid Michaelson).

Kynnar voru fimmtubekkingarnir Hafþór Ingi Ragnarsson og Ragnar Kristinsson og dómnefndina skipuðu Aðalheiður Helgadóttir, Karl Hallgrímsson og Heimir Eyvindarson.

pms

MYNDIR (Hafsteinn Veigar)