Föstudagskvöldið 16. mars var glæsileg árshátíð ML haldinn í Aratungu. Veislugestir voru allir búnir í sitt fínasta púss, salurinn fallega skreyttur, kórinn söng, Svenni kokkur og starfsfólk hans reiddu fram dýrindis veislumáltíð, Jón Bjarnason leiddi dans – þarna var allt sem prýðir hina fínustu veislu. Sem oftar segja myndirnar sem Álfheiður Björk Bridde vef- og markaðsfulltrúi tók, meira en mörg orð. Þær eru hér.
Nú er allt þetta prúðbúna fólk komið í páskafrí, skóli hefst að nýju miðvikudaginn 4. apríl.
Gleðilega páska!
VS