Astradur_frettÁstráður, sem er félag um forvarnarstarf læknanema, kom í heimsókn í vikunni í lífsleiknitíma í fyrsta bekk. Forvarnastarfið byggist á skólaheimsóknum þar sem áhersla er lögð á fræðslu um kynsjúkdóma, getnaðarvarnir og fóstureyðingar. Unnið er eftir aðferðum jafningjafræðslu og þannig leitast við að ná sem best til nemenda. Markmið forvarnastarfs læknanema eru einkum að koma á framfæri upplýsingum og vekja umræður meðal ungs fólks um kynheilbrigði, kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir auk þess að fækka kynsjúkdómum, ótímabærum þungunum og fóstureyðingum. Heimsóknin heppnaðist mjög vel, nemendur höfðu gaman af, spurðu Ástráð spjörunum úr og fóru úr tímanum með bros á vör.

Heimasíða Ástráðs er http://astradur.is/ og hvet ég nemendur til að skoða síðuna.

Aðalbjörg Bragadóttir, lífsleiknikennari.