Það eru snillingar af öllum gerðum hér í ML og meðal þeirra eru starfsmenn sem  nýverið hafa gefið út bækur. Þetta eru þær Ásrún Magnúsdóttir enskukennari, sem í ár hefur skrifað þrjár bækur, Fleiri Korkusögur,  Ævintýri Munda lunda og jólavísurnar Hvuttasveinar. Elín Jóna Traustadóttir verkefnastjóri, sem gerði bókina Tungufells faldbúningurinn : gerð faldbúningsins í máli og myndum og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir íslenskukennari, sem á ritið Lífgrös og leyndir dómar : lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi.

Við óskum höfundum til hamingju með bækurnar.

VS