kosnmimirÞessi vika er undirlögð atburðum í tengslum við kjör nýrrar stjórnar Mímis.  Frambjóðendur leita ýmissa leiða til að afla stuðnings við sig og þær eru mis málefnalegar eins og gengur og gerist. Undanfarin ár hefur þróun kosningabaráttunnar tekið æ meira mið af maga kjósenda, enda þekkja allir hve matarástin er mikilvæg. Gallinn við hana er kannski sá helstur að fólk verður tiltölulega fljótt svangt aftur. Í ljósi þessa fá frambjóðendur tækifæri annað kvöld, þriðjudagskvöld, til að sannfæra kjósendur um ágæti sitt með því að beita fyrir sig orðlistinni á framboðsfundi. 

Á miðvikudag er kjörfundur og síðan aðalfundur Mímis þar sem atkvæði verða talin.

Megi öflugustu frambjóðendurnir vinna, eins og ávallt.

/pms

myndir frá deginum í dag