Barnabókm. MobileÍ gær kíktu nemendur úr íslensku – barnabókmenntum í heimsókn til leikskólans hér í Bláskógaskóla. Nemendur höfðu útbúið afþreyingarefni fyrir krakkana og sýndu þeim afraksturinn. Meðal annars hafði einn hópur samið lag fyrir krakkana og söng það fyrir þau, annar hópur sýndi þeim frumsamið brúðuleikrit sem þau höfðu útbúið sjálf svo voru lesnar frumsamdar sögur um mörgæsir, plánetur, álfa og Vestmanneyjar. Óhætt er að segja að nemendur okkur slógu í gegn hjá krökkunum enda vönduð og flott verkefni þarna á ferð.

Karen Dögg – félagsvísindakennari