Fimmtudaginn 5. nóvember mun Blítt og létt, hin árlega söngkeppni nemendafélagsins Mímis fara fram. Þetta árið fer keppnin fram með öðru sniði en vani er sökum aðstæðna í samfélaginu en hún mun fara fram í gegnum streymisrásina Twitch.
Sigurvegari keppninar fær að taka þátt í söngkeppni framhaldskólanna í vor fyrir hönd ML.
Við hvetjum alla til þess að setjast niður í sófann með nasl við höndina og hlusta og horfa á þessi yndislegu söngatriði klukkan 20:00 á fimmtudagskvöldið kemur.
Krækjan á streymið verður birt hér á fimmtudaginn.
Jóna Guðlaug Guðnadóttir ritnefndaformaður Mímis