bryndisgigjaÞað voru milli fjögur og fimmhundruð gestir á söngkeppni ML í gærkvöld. Jafnvel telja sumir að allt að 600 gestir hafi verið á staðnum. Þarna voru vel á þriðja hundrað grunnskólanemar af Suðurlandi, nemendur menntaskólans og starfsfólk, auk annarra gesta.

Auk þeirra 18 atriða sem tóku þátt í keppninni flutti Brynja Sóley Plaggenborg ljóð, stúlkur úr fjórða bekk sýndu afar listrænan dans, sigurvegarinn frá í fyrra, Helgi Jónsson flutti sigurlagið, „Take on Me“ og hjómsveitin Stone Stones, sem lék undir í keppninni af miklu öryggi, flutti tvö ‘blues’ lög.

 

Dómarar í söngkeppninni hafa marga fjöruna sopið, þau Jóel Friðrik Jónsson, Eyrún Jónasdóttir og Pétur Guðmundsson (Benediktssonar).

Sigurvegari í söngkeppninni var Bryndís Gígja Gunnarsdóttir frá Skeiðháholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hún flutti lagið ‘Sour Times’. Í öðru sæti urðu Magdalena Katrín Sveinsdóttir og Hreinn Heiðar Jóhannsson, en Helgi Jónsson í því þriðja.

Kynnar voru fimmtubekkingarnir Sigurður Skúli Benediktsson og Hjalti Freyr Ragnarsson.

pms

myndir í myndasafni