apakotturÞað virðist nú orðið ljóst, að litli, uppstoppaði apakötturinn sem minnst var á hér fyrir nokkru, sé Bongó nokkur, sem söngkonan Ellý Vilhjálms, flutti með sér til landsins endur fyrir löngu og sem skemmti síðan gestum í blómaskála Mikkelsen/Michelsen í Hveragerði. Það var síðdegisútvarp Rásar 2 sem hóf að leita apans og naut síðan aðstoðar Pálma Hilmarssonar okkar við að finna skýringar á því hvernig mál æxluðust þannig að hann endaði uppi í skáp í ML. 

Umfjöllun síðdegisþáttar Rásar 2.

-pms