Síðastliðinn laugardag tók lið frá ML þátt í Boxinu, úrslitum framkvæmdakeppni framhaldsskólanna.
Boxið felst í því að leysa fjölbreyttar þrautir sem reyna á verklega og bóklega þekkingu, hugvit og verklag þátttakenda. Liðin fara í gegnum þrautabraut með átta þrautum sem eru sérhannaðar af sérfræðingum fyrirtækja úr ólíkum greinum innan Samtaka iðnaðarins með aðstoð starfsfólks Háskólans í Reykjavík (HR).
Alls tóku 26 lið frá 14 skólum þátt í forkeppni í október og kemst aðeins eitt lið áfram frá hverjum skóla í úrslit, hvar aðeins keppa bestu liðin frá átta skólum.
Tvö lið tóku þátt í forkeppni innan ML og komst áfram í úrslitakeppnina sigurliðið, Kompani Håkon.
Liðið skipuðu Anna Marý Karlsdóttir, Einar Trausti Svansson, Håkon Snær Snorrason, Rúnar Guðjónsson og Sóldögg Rán Davíðsdóttir. Í lokakeppninni í HR var kallaður til varamaðurinn Ástráður Unnar Sigurðsson.
Annað árið í röð voru einu landsbyggðarskólarnir í úrslitakeppninni af Suðurlandi, FSU og ML. Voru bæði liðin skóla sínum til sóma, t.d. með sigri í þraut er lögð var fyrir liðin af Endurvinnslunni varðandi hönnun ökutækis úr áldósum.
Boxið verður sýnt í vetur á RÚV í 10 nokkrum mín. löngum þáttum.
Sjá einnig frétt á mbl.is og faceboook.
Jón Snæbjörnsson, eðlis- og stærðfræðikennari